top of page
Uppbygging bókar:

 

I HLUTI - BARNÆSKAN OG SKÓLINN

 

Í þessum kafla varpar Garðar ljósi á barnæsku sína. Hann segir frá þeim áhrifum sem samskipti hans við móður sína hafði á hann  og  hvernig afskiptaleysi föður mótaði hann.

Garðar segir frá  skólagöngu sinni og  hvernig þessi ár höfðu áhrif á framvindu sjúkdómsins.

 

II VEIKINDIN

 

Hér fær lesandinn kynningu á því þegar Garðar veikist fyrst, þar sem hann telur sig vera að undirúa lendingu Apollo 15 í Galtalæk árið 1971. Þessi atburður var afdrifaríkur í lífi Garðars og gaf aðeins tóninn um hvað væri í vændum.  Garðar er lagður inn á Klepp aðeins 17 ára gamall. Innlögnin varpar ljósi á þær frumstæðu aðstæður sem voru á Kleppspítala á þessum tíma. 

Þrátt fyrir alvarlegan undirtón ranghugmynda og ofskynjanna, sér Garðar skoplegu hliðina á geðveikinni.

 

III LAUSNIN

 

Garðar sýnir hér á sinn einstaka hátt hvernig hann beitir kenningu Skinners á sjálfan sig.   Hann útskýrir nákvæmlega hvernig kerfið virkar, hvað beri að varast og hvernig lesendur geti nýtt sér það sjálfir í eigin lífi. Hann segir frá  því hvernig hægt sé, þrátt fyrir litlar tekjur, að safna og eignast peninga. 

Í lok bókarinnar er kafli um sjálfshjálp. 

 

Sækja bók

Virkar í flestum tölvum og símum sem lesa slík skjöl.
Útgáfa sem virkar á flestum tölvum og símum sem hafa ePUB lesforrit og  inniheldur einungis texta.
Kiljan
bottom of page