top of page

Tenging við grunnþætti Aðalnámsskrár

 

Tvö meginstef bókarinnar eru jafnrétti og heilbrigði, sér í lagi geðheilbrigði. Skólasaga Garðars Sölva endurspeglar vel jafnrétti til náms. Hann lendir í ógöngum í skólakerfinu sem nemandi með alvarlega geðröskun. Ógöngum sem lýsa sér í almennu skilningsleysi á geðsjúkdómum; stimplunaráhrifa; tilhneigingu skólasamfélagsins til að normaliseria (allir settir undir sama hatt) alla nemendur og mæta ekki þörfum hvers og eins. Vegna skilningsleysis og fordóma fór Garðar leynt með sjúkdóm sinn nær alla sína skólagönguna. Leyndin hafði neikvæð áhrif á framvindu sjúkdómsins og líðan Garðars.

Rauði þráður bókarinnar er glíma Garðars við sjúkdóminn og hvernig honum hefur tekist að lifa heilbrigðu lífi með sjúkdómnum eftir að hann tók upp og þróaði atferlismótandi kerfi í kringum daglegt líf.

 

Sem kennsluefni

 

Bókin er ekki skrifuð sem hefðbundin kennslubók og ekki ber að líta á hana sem slíka. Hún getur þó nýst í fjölmörgum áföngum og í tengslum ýmis viðfangsefni sem tengjast málaflokkum tengdum geðröskunum.  

Efnið er sérstaklega ætlað nemendum í framhaldsskóla og á efstu stigum grunnskóla. Bókin er hugsuð sem sem stuðningur við þá flóru af kennsluefni sem fyrir er með það að markmiði að flétta inn í kennsluna áhugaverðum umræðufleti um heilbrigði og jafnrétti.

Efnið hentar sérstaklega vel sem ítar- og stuðningsefni við áfanga í sálfræði, lífsleikni, félagsfræði og öðrum félagsgreinaáföngum þar sem fjallað er um atferlismótun, atferliskenningar (og ólík sjónarhorn í sálfræði). uppeldi, skólamál, geðraskanir (sérstaklega geðklofaraskanir), meðferð  og geðheilbrigði almennt. Bókin ætti að nýtast vel í áföngum eins og fötlun og samfélag á starfsbrautum eins og félagsliðabraut.

 

Umræður

 

Eitt af markmiðunum með bókinni er að skapa umræðu um mál sem tengjast geðröskunum. Til að mæta því markmiði hef ég sett inn spurningar í lok fjölmargra kafla. Spurningarnar geta kennarar nýtt hefja umræður, leggja til lesefni og bera upp spurningar sem leiða til aukinnar þekkingar.

Ég tel að umræðuaðferðin sé best til þess fallin að nýta kennsluefni eins og þetta.  Með umræðuaðferðinni eru nemendur virkir þátttakendur í náminu og viðleitni sinni að skilja efnið og kennarinn fær aðgang að hugmyndum þeirra um efnið. Í gegnum umræðurnar er hægt að vinna með fyrri skoðanir, þekkingu og viðhorf nemenda meðal annars um geðsjúkdóma og skoða hvaða merkingu  þeir leggja í reynslu sína af því. Umræðurnar gefa kennaranum kost á að hafa áhrif á þá merkingu sem nemendur leggja í efnið og getur þannig haft áhrif á fordóma og mögulegan misskilning meðal nemenda. Ég legg áherslu á að spurningarnar sem fylgja bókinni séu opnar og skapi möguleika á að hugsa um efnið út fá ólíkum sjónarhornum og að það sé e.t.v. engin ein rétt niðurstaða.

 

Ég kappkostaði við að spurningarnar væru sniðnar í kringum vanda eða álitaefni og væru líklegri til að vekja upp fleiri áleitnar spurningar frekar en að leiða umræðuna að einni þekktri niðurstöðu. að Ýmsir fræðimenn hafa bent á að slíkar spurningar hvetji nemendur til að ræða, viðra og verja eigin skoðanir og setja fram hugsanlegar lausnir í samvinnu með öðrum. Umræður geta verið góð kennsluaðferð og hafa ber í huga að markmiðið með umræðunum eigi að vera menntandi í sjálfu sér, með öðrum orðum á umræðan að efla hugsun nemandans og bæta einhverju við núverandi reynsluheim hans.

Verkefnið „Að vera Garðar Sölvi í fimm daga“  er lífstilraun sem ætlað er að gera nemendum kleyft að læra af reynslu Garðars og mögulega yfirfæra þá visku á eigið líf.  

bottom of page